Hólaá
Hólaá er um það bil 7 km. löng og rennur úr Laugarvatni niður í Apavatn. Áin er sæmilega vatnsmikil og mjög góð veiðiá. Fæst þar bæði bleikja og urriði – þó meira af bleikju. Fyrri hluta sumars er veiðin blönduð af urriða og bleikju en þegar líður á tímabilið er meiri bleikja á svæðinu.
Vinsælar flugur: Snemma á tímabilinu hafa litlar straumflugur verið góðar fyrir urriðan t.d. Black Ghost, Green Nobbler, Green Bullet, Orange Nobbler, o.fl. og fyrir bleikjuna kúluhausar í stærðum 10-12 og hefur t.d. Black Mole bead verið mjög gjöful, Pecook o.fl.. Þegar líður aðeins á vorið hafa litlar kúlupúpur í náttúrulegum litum verið mjög sterkar, svartar, brúnar og rauðar eins og P.T.type B og Copper Mole bead.
