Vel valdar silungaflugur geta skipt sköpum við veiðar á urriða og bleikju í íslenskum ám og vötnum. Í köldu, tæru vatni þurfa flugurnar að líkja nákvæmlega eftir fæðu silungsins – hvort sem það eru rykmýslirfur , vorflugulirfur, vatnabobbar, skordýrapúpur ofl.
Það skiptir öllu máli að velja flugur sem virka í íslenskum aðstæðum.
Við bjóðum fjölbreytt úrval af handvöldum silungaflugum sem hafa reynst vel í veiði um land allt – allt frá klassískum flugum eins og Peacock og Pheasant Tail yfir í sérhannaðar íslenskar flugur sem henta bæði í kyrrstæðu og straumvatni.
Fullkomið fyrir silungsveiðimenn sem vilja sjá árangur.