Straumflugur eru ómissandi hluti af fluguboxinu fyrir veiði á Íslandi. Þær líkja eftir smáfiski, seiðum og öðrum dýrum sem stóru urriðarnir, bleikjurnar og laxarnir sækjast í.
Í íslenskum ám og vötnum þar sem vatnið er kalt koma straumflugur sterkar inn – sérstaklega þegar hreyfing og litir fá að njóta sín. Þær eru frábær kostur í allskyns veðurskilyrðum og þegar fiskurinn virðist tregur að taka.
Hvort sem þú ert að veiða í straumharðri á eða djúpum vötnum, þá geta rétt valdar straumflugur gert gæfumuninn. Við bjóðum aðeins flugur sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður og byggja á reynslu og prófunum við vötn og ár landsins.