Ytri Rangá Silungasvæði
Ytri Rangá: Silungasvæðið í Ytri-Rangá er um 30 km langt, gríðar mikið svæði, og því töluverð áskorun fyrir veiðimenn. Áin er stór og mikil og veitt er frá báðum bökkum. Margir lækir renna í Ytri Rangá á silungasvæðinu, til að mynda Galtalækur og Geldingalækur. Ytri Rangá urriðasvæði byrjar ofan Árbæjarfoss og nær upp fyrir Galtalækjarskóg. Urriðinn á þessu svæði getur orðið ógnarstór og þeim sem best gengur fara alsælir heim
Vinsælar flugur: Black Ghost, Dentist, Black Nobbler, Orange Nobbler, Green Bullet, Mickey Finn, Rauðagull, Skullhead Glimmer og Skullhead Pink.
Svo virkar vel að setja púpu undir og þá helst: Black Killer, Pheasant Tail, Black Mole bead og Watson Fancy bead. Ef verður leyfir þá er hrikalega skemmtilegt að reyna við þurrflugur: Galdralöpp, Black Gnat, Parachute P.T
