Hönnun: Fluguna er hægt að hnýta allt frá appelsínugulu yfir í há-rautt afbrigði eins og höfundurinn gerði gjarnan.
Notkun: Dentis er mögulega ein mest notaða straumfluga hér á landi og ein sú veiðnasta þótt víðar væri leitað. Sterk í urriða og sjóbirting, en tekur líka staðbundna bleikju, sjóbleikju og einstaka lax
Saga: Fluguna skírði höfundur (Kolbeinn Grímsson) til heiðurs félaga sínum, Pétri Ólafssyni tannlækni. Að sögn var hún nafnlaus þar til Pétur spurði Kolbein hvað flugan héti sem brást þá við og sagði; Dentist